Fyrir hverja hentar lyfjaskömmtun?
Lyfjaskömmtun er góður kostur fyrir þá sem taka lyf að staðaldri á ólíkum tímum dagsins eða vikunnar.
- Tryggir betur inntöku á réttum tíma.
- Þægilegar og handhægar umbúðir.
- Áhrifaríkari lyfjameðferð, lífsgæði og öryggi.
Hvað þarf ég að gera?
- Fá rafræna skömmtunarlyfseðla hjá þínum heimilislækni fyrir öllum lyfjum sem þú notar að staðaldri.
- Koma við í næsta Apóteki og ganga frá þjónustusamningi.
- Sækja lyfin í Apótekið þitt eftir u.þ.b. tvo daga eða færð þau send heim.
- Lyfin færðu síðan send reglulega í þitt apótek eða heimsend.