Aðgerðir og verklag Apóteksins vegna Covid-19 veirunnar

Apótekið hefur gripið til fjölbreyttra aðgerða til þess að draga úr áhættu fyrir viðskiptavini og starfsmenn, með það að leiðarljósi að tryggja þjónustu í Apótekinu á höfuðborgarsvæðinu á meðan COVID-19 heimsfaraldurinn gengur yfir.

Við höfum meðal annars aukið fræðslu á meðal starfsmanna, aukið sótthreinsun og þrif í apótekum.

  • Það getur verið gott að mæta snemma eða seint í apótekið til að forðast álagstíma.
  • Óþarfi er að hamstra lyf. Það eru til nægar lyfjabirgðir í landinu.
  • Til að flýta fyrir för þegar þú kemur í apótek Apóteksins er hægt að undirbúa kaupin á lyfjum á vefsíðu Apóteksins með því að panta lyf á rafrænan hátt og koma og sækja í næsta apótek Apóteksins.

Nokkur góð ráð til að tryggja öryggi starfsfólks okkar og viðskiptavina sem heimsækja Apótekin:

  • Ef þú ert veik/ur eða í sóttkví áttu ekki að koma í apótekið. Maki, börn eða ættingjar geta sótt lyfin og aðrar apóteksvörur fyrir þig. Viðkomandi aðili þarf að framvísa skilríkjum eða ótvíræðu umboði þegar hann leysir lyfin út. Einnig er hægt að panta heimsendingu lyfja rafrænt á vefsíðu Apóteksins.

    Þann 1. október voru umboð vegna afhendingar lyfja veitt rafrænt í gegnum Heilsuveru. Umboðin birtast í apótekum okkar þegar rafrænar lyfjaávísanir eru sóttar en þau eru forsenda þess að hægt sé að afhenda lyfin öðrum en eiganda þeirra. . Allar nánari upplýsingar eru inn á heilsuvera.is eða í apótekum Apóteksins.
  • Haltu þig í tveggja metra fjarlægð frá næstu starfsmönnum og viðskiptavinum.
  • Fylgdu reglum um gott hreinlæti.
  • Notaðu snertilausar greiðsluleiðir.

Gagnlegar vefsíður