Dr. Organic sniglagelslínan
Dr. Organic sniglalínan inniheldur efni unnin úr sniglaslími sem hljómar kannski ekkert sérstaklega vel en hefur frábær áhrif á húðina.
Virku efnin í sniglagelslínunni geta hvatt endurnýjun húðar, aukið teygjanleika, veitt raka, jafnað húðlit, minnkað slitför og varið gegn öldrun.
Slímið sjálft er í raun framleitt af sniglum sem aldir eru við mannúðlegar og lífrænar aðstæður þar sem þeir ferðast frjálsir um. Á ferðum sínum fara þeir yfir glerspjöld og skilja eftir sig slím sem er svo unnið á þann hátt að það nýtist okkur í þessum snyrtivörum. Vægum rotvarnarefnum er bætt við til að tryggja geymsluþol.
Vörurnar eru lausar við hörð aukaefni, jarðolíu (petroleum), parabena og SLS (natríum súlfat).