Feel Iceland

Vörukynning

Feel Iceland vörurnar eru tilvaldar fyrir þá sem vilja minnka verki í liðum, viðhalda heilbrigðum líkama og bæta útlit húðarinnar. Vörurnar eru framleiddar úr íslensku gæða hráefni.

Feeliceland

Feel Iceland Amino Marine Collagenduft 300 gr.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun. Amino Marine Collagen er fyrsta varan í fæðubótarefnlínu Feel Iceland. Amino Marine Collagen er framleitt úr íslensku fiskroði, aðallega úr þorsk, sem syndir villtur um Atlantshafið.

HVAÐ ER COLLAGEN?
Collagen (kollagen) er eitt aðal uppbyggingar prótein líkamans. Collagen er að finna í öllum liðum, liðamótum, vöðvum, sinum og beinum. Einnig er Collagen mjög stór partur af húð, hári og nöglum. Collagen prótein sjá til þess að vefir líkamans haldist sterkir.
Líkaminn framleiðir Collagen en um 25 ára aldur fer að hægjast verulega á framleiðslunni, að meðaltali um 1,5% á hverju ári, eins og sjá má á línuritinu hér til hliðar.

Þegar Collagen framleiðslan minnkar byrja vefir líkamans að veikjast og það fer að bera á ýmsum öldrunar einkennum svo sem verkjum í liðum og liðamótum. Einnig byrja að myndast hrukkur og teygjanleiki í húð minnkar.

Rannsóknir hafa sýnt fram á að með inntöku á Collagen próteini er hægt að minnka verki í liðum og draga verulega úr hrukkumyndun.

Feel Iceland Age Rewind Skin Therapy 240 stk.

Age Rewind Skin Therapy er sérstök blanda fæðubótaefna hönnuð til bæta ástand og útlit húðarinnar.

Age Rewind Skin Therapy inniheldur Hyaluronic sýru sem gegnir lykilhlutverki í líkamanum hvað varðar raka húðarinnar. Með aldrinum minnkar hún í líkamanum og því fer að bera á hrukkum og skorti á raka. Með því að taka hana inn getur líkaminn nýtt sér hana mjög vel og það skilar sér í bættri ásýnd húðarinnar.

Hylkin innihalda einnig collagen sem er eitt aðal uppbyggingarprótein líkamans og er í raun það sem gerir húðina stinna. Mað aldrinum minnkar geta likamans á að framleiða sjálfur collagen. Með því að taka inn collagen er hægt að viðhalda teygjanleika húðarinnar og minnka ásýnd hrukkna.

Bætiefnið inniheldur einnig C-vítamin sem styður við collagenframleiðslu líkamans.

Feel Iceland Joint Rewind Joint Therapy 200 töflur

Joint Rewind er sérstök blanda fæðubótaefna hönnuð til að draga úr liðverkjum. Joint Rewind inniheldur Chondroitin Sulfate unnið úr laxabeinum og Collagen unnið úr íslensku fiskiroði.

Hvað er Chondroitin Sulfate?
Chondroitin sulfate er stór hluti af brjóskinu í líkama okkar. Brjóski má líkja við svamp. Við álag pressast vökvi úr svampinum en í hvíld dregur hann til sín vökva. Talið er að Chondroitin sulfate styrki innviði brjósksins og viðhaldi vökva og næringarefnum í brjóskinu ásamt því að auka teygjanleika í brjóski. Einnig virðist Chondroitin sulfate hefta ensím sem geta stuðlað að eyðileggingu brjósks.

Getur Chondroitin Sulfate haft áhrif á liðverki?
Já, ef litið er til margra rannsókna sem hafa verið gerðar framkvæmdar út í heimi

getur Chondroitin Sulfate minnkað liðverki. Það ber þó að nefna að einnig hafa verið framkvæmdar rannsóknir sem sýna ekki fram á sömu niðurstöður.

Hver er kosturinn við að Chondroitin Sulfate sé unnið úr lax frekar en hákörlum?
Í fyrsta lagi að þá er mikið meira magn af þungmálmum í hákörlum en í laxi og í öðru lagi þá eru hákarlar í útrýmingarhættu og því viljum við ekki nota afurðir úr hákörlum.