Keynatura

Vörukynning

KeyNatura er íslenskt, ört vaxandi líftæknifyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á Astaxanthin. Efnið er framleitt úr þörungum sem eru ræktaðir með nýrri, áhugaverðri tækni og er notast einungis við hráefni sem framleidd eru með ábyrgum hætti.

Astavorur_isl2_1080x1080px

KeyNatura AstaLýsi 170 ml.

AstaLýsi er einstök blanda af íslensku Astaxanthin, síldarlýsi (omega-3) og D-vítamíni, öll innihaldsefnin styðja við hraustan líkama, sannkölluð þrenna af góðgæti fyrir líkamann. AstaLýsi er í senn meinhollt og bragðgott, en hefur lýsið verið verðlaunað af iTQi fyrir bragðgæði þess. Hver teskeið (5 ml) af AstaLýsi gefur þér:

 • Náttúrulegt íslenskt AstaKey™ Astaxanthin 2mg
 • 900 mg Omega-3
 • D-vítamín 20µg

KeyNatura AstaFuel 170 ml.

AstaFuel er einstök og bragðgóð vegan vökvaformúla sem inniheldur Astaxanthin og MCT olíu úr kókoshnetum auk E vítamíns, sem gefur allt í senn aukna orku og afoxun.

AstaFuel er frábær lausn fyrir fólk sem vill Astaxanthin skammtinn sinn í fljótandi formi, fyrir þá sem stunda íþróttir, þá sem eru á ketó eða 16:8 föstu mataræði. Hægt er að taka eina skeið á morgnana með kaffibollanum í stað þess að “fela” fituna í kaffinu, AstaFuel brýtur ekki föstuna! Hver teskeið (5 ml) af AstaFuel gefur þér:

 • Náttúrulegt íslenskt AstaKey™ Astaxanthin 4mg
 • MCT olíu frá kókoshnetum 4,5g
 • E-vítamín 4mg

KeyNatura AstaCardio 60 hylki

Hér á Íslandi erum við vön því að taka lýsi sem oftast hér á landi er unnið úr þorskalifur. Núna býðst þér að sækja omega-3 fitusýrurnar beint til upprunans – frá smáþörungum. Hvert hylki af Vegan AstaOmega innheldur Omega-3 fitusýrur EPA og DHA ásamt 4mg af Astaxanthin, öfluga andoxunarefninu frá náttúrunnar hendi. Þessi efni eru talin minnka bólgur í vefjum líkamans sem stuðla að bættri starfsemi hjarta, heila og augna. Í einni perlu af AstaCardio þörungaolíu færð þú:

 • Náttúrulegt íslenskt AstaKey™ Astaxanthin 4mg
 • DHA omega-3 fitusýrur frá þörungum
 • E-vítamín 4mg

KeyNatura AstaSkin - fyrir húðina 60 hylki

AstaSkin er sérsniðið fyrir ljómandi og heilbrigða húð – blandan inniheldur Astaxanthin sem ver húðina fyrir sól og dregur úr fínum línum, seramíð sem viðheldur raka í húðinni og kollagen sem er byggingareining húðar, hárs og nagla auk þeirra vítamína sem húðin þarfnast til að viðhalda heilbrigði og raka. Hver eining inniheldur 30 dagsskammta (2 hylki á dag). Í tveimur hylkjum af AstaSkin fær húðin þín:

 • Náttúrulegt íslenskt AstaKey™ Astaxanthin 6 mg
 • Myoceram™ seramíð unnin úr hrísgrjónum 30 mg
 • Fisk kollagen 250 mg

A-vítamín, ríbóflavín (B2), níasín (B3) og bíótín (B7). C-vítamín 80 mg (100% af næringarviðmiði) sem stuðlar að eðlilegri kollagen myndun í húð.

KeyNatura AstaEye  60 hylki

AstaEye er hannað til þess að viðhalda augnheilsu og koma í veg fyrir hrörnun augnbotna. Íslenskt astaxanthin, lutein og zeaxanthin gegna lykilhlutverki í formúlunni auk vítamína og steinefna úr AREDS2 augnrannsókninni. Hver sölueining inniheldur 30 dagsskammta (2 hylki á dag). Hver dagskammtur inniheldur:

 • Astaxanthin 4 mg – Fjöldi rannsókna sýna fram á að andoxunarefnið astaxanthin sé mikilvægt til þess að viðhalda augnheilsu.
 • Lutein 10 mg – Zeaxanthin 2 mg – rannsóknir sýna að lutein og zeaxanthin séu mikilvæg fyrir augnþroska, sjón fullorðinna, auk þess sem að koma í veg fyrir augnbotnahrörnun seinna á ævinni.
 • C-vítamín 500 mg (625% NV) – andoxunarefni, dregur úr líkum á augnbotnahrörnun og ský á auga
 • E-vítamín 270 mg (2250% NV) – andoxunarefni, dregur úr líkum á augnbotnahrörnun og ský á auga
 • Kopar 2 mg (200% NV) – kemur í veg fyrir blóðleysi tengt sink inntöku
 • Sink 25 mg (250% NV) – Sink er mikilvægt fyrir melanín myndun í augum.

Keynatura Íslenskt Astaxanthin 4mg, 30 dagskammtar

Astaxanthin er eitt af öflugustu andoxunarefnum náttúrunnar og er til að mynda 6.000 sinnum sterkara en C-vítamín. Astaxanthin vinnur að því að græða og vernda alla frumuna í heild sinni sem gerir það nokkuð frábrugðið öðrum andoxunarefnum. Húð, vöðvar, liðbönd, sinar, augu, innri líffæri, hjarta- og æðakerfi ásamt taugakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna. Í tveimur perlum af Íslensku Astaxanthin færð þú:

 • Náttúrulegt íslenskt AstaKey™ Astaxanthin 8mg
 • E-vítamín 8mg

Astaxanthin er eitt öflugasta andoxunarefni móður náttúru, það ver frumur fyrir oxun og sindurefnum. Astaxanthin hefur margvísleg áhrif á líkamann, húð, vöðvar, liðbönd, augu og hjarta- og æðakerfi eru öll móttækileg fyrir Astaxanthin, sem gerir það einstaklega virkt meðal andoxunarefna.

Lykillinn að hreina og náttúrulega íslenska Astaxanthin frá Keynatura eru smáþörungarnir Haematococcus pluvialis sem stútfullir eru af góðum næringarefnum.

Hreinleiki og gæði Astaxanthin haldast í hendur við framleiðsluaðferðir og framleiðsluaðfanga, t.a.m. vatn. Því var lykilatriði hjá Keynatura að koma upp framleiðslutækni sem tryggði 100% hreinleika, 100% gæði og skildi eftir sig sem minnsta kolefnisfótspor sem það hefur náð með góðum árangri þar sem Keynatura notast við hreint íslenskt vatn og íslenska orku í framleiðsluferlinu.