SagaMedica

Vörukynning

SagaMedica er leiðandi fyrirtæki í íslenskum náttúruvöruiðnaði, stofnað árið 2000. Stofnun fyrirtækisins á sér rætur í rannsóknarstarfi sem Dr. Sigmundur Guðbjarnason, lífefnafræðingur og fyrrum rektor Háskóla Íslands, hóf árið 1992.

SM_FB_1080x1080

SagaMedica er stolt af því að geta þróað hágæðavörur úr íslenskri náttúru. Þær jurtir sem SagaMedica hefur rannsakað og unnið með hafa mikla sögulega þýðingu fyrir íslensku þjóðina, enda hafa lækningajurtir skipað stóran sess í samfélaginu frá landnámstíð.

Hreinleiki og jákvæð ímynd íslenskrar náttúru skiptir miklu máli fyrir SagaMedica, því sérstaða hráefnis SagaMedica er einstök í alþjóðlegu samhengi.

SagaPro - notað við tíðum þvaglátum 30 töflur

SagaPro dregur úr tíðni þvagláta hjá þeim sem eru með litla eða minnkaða blöðrurýmd.

SagaPro er íslensk náttúruvara og framleidd úr ætihvönn sem hefur verið ein þekktasta og mikilvægasta lækningajurtin í Norður- Evrópu í mörg hundruð ár. Varan er klínískt rannsökuð vara og hefur í gegnum árin sannað virkni sína og bætt lífsgæði fjölda einstaklinga bæði hér á landi og erlendis.

SagaPro er unnið úr hvannarlaufum og getur gagnast konum og körlum með ofvirka blöðru og körlum með stækkaðan blöðruhálskirtil. Notendur SagaPro eru iðulega fólk með ofvirka blöðru og þjást af tíðum þvaglátum.

Notkun: mælt er með 1-2 töflum og er einstaklingsbundið á hve stuttum tíma virknin kemur fram.

SagaMemo - fyrir minnið 30 hylki /100 ml.

SagaMemo hylki eru framleidd úr ætihvannarfræjum frá Hrísey, ginkgo biloba, bacopa monnieri og steinefnum (járn og sink). Á tilraunastofu hefur verið sýnt fram á áhrif þessara jurta á virkni asetýlkólínesterasa, en það er ensím sem brýtur niður taugaboðefnið asetýlkólín. Mörg lyf við Alzheimer's hindra virkni asetýlkólínesterasa til að auka magn asetýlkólíns. SagaMemo er talið seinka niðurbroti á asetýlkólíni. SagaMemo er notað til að viðhalda góðu minni en kemur ekki í stað lyfja.

  • Hvannarfræja extrakt SagaMedica inniheldur mörg áhugaverð efni. Eitt þeirra er lífvirka plöntuefnið Imperatorin sem er mikið rannsakað vegna áhrifa þess á heilastarfsemi. Rannsóknir benda til þess að Imperatorin viðhaldi vitsmunalegri getu og styðji við langtíma minni.
  • Ginkgo Biloba hefur lengi verið notað til að viðhalda heilbrigðri heilastarfsemi, en það virkar m.a. með því að bæta blóðflæði til heilans. Einnig er það ríkt af andoxunarefnum.
  • Bacopa Monnieri getur bætt minni hjá annars heilbrigðum einstaklingum.
  • Járn og sink stuðlar að eðlilegri vitsmunalegri starfsemi.


SagaMemo er einnig fáanlegt sem jurtaveig (jurtaveigin inniheldur 45% vínanda).

SagaVita - vinnur gegn vetrarpestum 100 ml.

SagaVita er unnið úr hvannarfræjum. Afurðin inniheldur fjölmörg lífvirk efni. SagaVita er notuð til að fyrirbyggja kvef og hefur styrkjandi áhrif á ónæmiskerfið.

Rannsóknir á hvönn
Ritrýndar rannsóknir á efnum í hvannarfræjum benda til ýmissa áhugaverðra eiginleika.

Samkvæmt rannsóknum eru mörg þessara lífvirku efna virk gegn veirum. Margir taka því SagaVita á haustin til að verjast kvefi og flensu.

SagaVita jurtaveigin er fyrsta varan sem sett var á markað hjá SagaMedica. Þessi vara hefur hentað mjög vel til að verjast umgangspestum. Einnig hefur SagaVita jurtaveigin þótt gagnast þeim sem eru að jafna sig eftir veikindi og gefa aukinn kraft og framtakssemi.

SagaVita inniheldur 45% vínanda sem leysir virk efni úr jurtinni og varðveitir þau án aukaefni. 

VOXIS hálsmixtúrur - þrjár gerðir

Voxis hálsmixtúrurnar eru unnar úr hvannarlaufum úr hreinni íslenskri náttúru. Mixtúrurnar gagnast vel gegn hósta, kvefi ásamt ertingu og þurrki í hálsi.  Mixtúrurnar eru einstaklega bragðgóðar og er hægt að velja um tvær tegundir;

  • Með hvönn og engifer
  • Með lakkrísbragði.

VOXIS hálstöflur - við særindum í hálsi - þrjár gerðir

Voxis hálstöflur eru unnar úr laufum íslenskrar ætihvannar og njóta geysimikilla vinsælda. Við heyrum reglulega frá fólki sem þykir varan hjálpa sér ef það verður vart við særindi í hálsi og munni. Voxis er fáanlegur í þremur tegundum:

  • Voxis Klassískur
  • Voxis Sykurlaus
  • Voxis Sykurlaus með engifer


Veiruvirkni
Voxis inniheldur svokallaða flavónóíða, en rannsóknir sýna að slík efni geta unnið gegn veirum.

Töflurnar eru íslensk framleiðsla, framleiddar úr hreinu íslensku hráefni. Þær innihalda mentól og eucalyptus sem gefa frískandi bragð.

Rannsóknir

Umtalsverðar rannsóknir hafa verið framkvæmdar á efnum sem finnast í ætihvönn, bæði hérlendis sem erlendis. Ætihvannarlauf innihalda flavónóíða sem taldir eru hafa slakandi áhrif á sléttar vöðvafrumur. Þróunarstarf SagaMedica er mjög metnaðarfullt og framleiðsluferlið tryggir að magn lífvirkra efna í vörunum haldist óbreytt frá því magni sem er í hráefninu.