Sumartilboð í Apótekinu 10.-25. júní

Dagana 10.-25. júní eru frábær tilboð á völdum vörum í apótekum Apóteksins í Skeifunni, Hólagarði, Spönginni, Setbergi og á Akureyri.

Guli miðinn

25% afsláttur af allri vörulínunni frá Gula miðanum. Vítamín og bætiefni Gula miðans eru sérstaklega valin og þróuð fyrir íslenskar aðstæður. Þess vegna hefur Guli miðinn verið hluti af daglegu lífi Íslendinga í yfir 25 ár.

Carousel__1

Probi Mage LP299V®

Fæðubótarefni sem inniheldur mjólkursýrugerilinn Lactobacillus plantarum 299v (LP299V®). LP299V® er framleiddur af Probi AB í Svíðþjóð og byggir á fjölda rannsókna sem gerðar hafa verið á undanförnum 25 árum. LP299V® er harðger og hefur eiginleika til að fjölga sér í meltingarvegi og styrkja þar með varnir okkar og draga úr óþægindum tengdum maga og meltingu.

Carousel2_4

Rosalique 3-1 anti-redness krem gegn rósroða

20% afsláttur af Rosalique anti-redness kreminu. Vara þróuð til að vera númer 1 í sérhæfðum andlitskremum fyrir viðkvæma, pirraða og rauða húð. Þessi einstaka formúla er sérstaklega hönnuð til að vera hraðasta, öruggasta og árangursríkasta lausnin fyrir roða í húð.
Carousel__3

ICEHERBS vítamín og fæðubótaefni

20% afsláttur af allri línunni. Fyrirtækið var stofnað á Blönduósi 1993 og hefur frá upphafi sérhæft sig í þróun og framleiðslu á heilsuvörum og fæðubótarefnum úr íslenskum fjallagrösum.

 

Carousel__5

Sore No More hitagel og kæligel

20% afsláttur af hitageli og kæligeli frá Sore No More.

 

Carousel__2

 

Saga Pro og Saga Memo - 20% afsláttur

SagaMemo er notað til að viðhalda góðu minni en kemur ekki í stað lyfja.
SagaPro dregur úr tíðni þvagláta hjá þeim sem eru með litla eða minnkaða blöðrurýmd.

 

Carousel__4

 

Optibac góðgerlar

Optibac eru sérfræðingar í góðgerlum. Þau sérhæfa sig eingöngu í þeim og gera það vel. Hver vara hefur rannsóknir á bakvið sig og inniheldur gerla sem rannsóknir hafa sýnt að geri gagn við ákveðnu vandamáli. Hver vara hefur sérhæfða virkni. Optibac þarf ekki að geyma í kæli.

 

Canvas_3

Zensitin ofnæmæmislyf

Cetirizín, virka efnið í Zensitin, hindrar áhrif histamíns í líkamanum, en histamín er það efni sem veldur helstu einkennum ofnæmis. Með því að koma í veg fyrir virkni histamíns má minnka einkenni ofnæmis eða koma í veg fyrir þau. Cetirizín er notað gegn ofnæmi, ofnæmisbólgum í nefi og einnig útbrotum og kláða af völdum histamíns. Ólíkt mörgum ofnæmislyfjum hefur cetirizín óveruleg róandi og sljóvgandi áhrif.

 

Canvas_4

Cleye augndropar

Cleye inniheldur virka efnið naphazolin sem tilheyrir flokki staðbundinna æðaþrengjandi lyfja sem verka með því að þrengja æðarnar í auganu og draga þannig úr roða og þrota. Cleye er er notað við vægum roða og ertingu í augum sem stöku sinnum kemur fram. Lyfið er einungis ætlað til notkunar í stuttan tíma í senn eða til notkunar stöku sinnum. Cleye er ætlað fullorðnum og börnum, 12 ára og eldri. Leitið til læknis ef sjúkdómseinkenni versna eða lagast ekki innan 24 klst.

Canvas_0