Umhverfisvænir pokar

Nýtt

Apótekið hefur hætt að afhenda viðskiptavinum vörur í hefðbundnum plastpokum. Þess í stað hafa verið teknir í notkun Degralen umhverfisvænir plastpokar í öllum verslunum Apóteksins. Pokarnir eru þynnri en hinir hefðbundnu en hafa sömu burðargetu.

Degralen pokinn er framleiddur samkvæmt stöðlum og aðferðum EPI Environmental Plastics Corp. (Canada) sem er leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í framleiðslu niðurbrjótanlegra plastpoka. Framleiðsla pokans er vottuð samkvæmt ISO 9001 (alþjóðlegur gæðastaðall) og ISO 14001 (alþjóðlegur umhverfisstaðall).

Við framleiðslu pokans er bætt við 2-3% (Totally Degradeble Plastic Additives – TDPA) efni sem flýtir fyrir niðurbroti pokans/plastsins. Í stað þess að það taki áratugi/aldir að brjóta niður plastið, tekur niðurbrotið 12-36 mánuði.

Pokinn brotnar niður í koltvísýring og vatn þegar hann verður fyrir UV geislun (sólarljós), súrefni eða er pressaður saman við önnur efni/úrgang.

Samkvæmt áralöngum og viðurkenndum rannsóknum EPI, skilur pokinn ekki eftir sig nein óæskileg efni fyrir umhverfið.

Pokinn má fara í endurvinnslu með öðru plasti.

Verð á pokunum í verslunum Apóteksins:

  • Stór: 20 kr.
  • Lítill: 10 kr.

Myndband um framleiðslu pokans:

https://www.youtube.com/embed/niYZeQ2lq74"